Um vefinn

Velkomin(n) á bilasolur.is. Vefurinn er miðpunktur leitar þinnar að nýjum eða notuðum ökutækjum eða vinnuvélum. Héðan getur þú farið inn á vefi helstu bíla‑ eða vélasala, ‑umboða eða ‑innflytjenda landsins, leitað í sameiginlegri söluskrá þeirra og fundið gagnlegar upplýsingar.
Efst á hverri síðu er að finna einfalda valmynd þar sem hægt er að komast í alla þjónustu vefsins. Skráðir notendur geta notfært sér möguleika vefsins enn betur. Skráning notanda á bilasolur.is er gjaldfrjáls og án allra skuldbindinga.

Notkunarskilmálar

Samþykki þessarra notkunarskilmála er forsenda notkunar á bilasolur.is vefnum. Ef þú samþykkir þá ekki skaltu hætta notkun hans nú þegar.

Heimilt er að hlaða niður efni vefsins til skoðunar sé það gert til einkanota en ekki til frekari vinnslu. Heimilt er að vísa í síður vefsins á öðrum vefsíðum. Ljósmyndir eða myndbrot á vefnum eru varðar höfundarrétti. Bíla- eða vélasölur, -umboð og -innflytjendur kallast einu orði söluaðilar. Söluaðilar gegna oftar en ekki einungis hlutverki milliliðs í viðskiptum, og ber að líta á þá sem slíka. Upplýsingar á vefnum endurspegla innihald söluskráa söluaðila og eru birtar án skuldbindinga og með fyrirvara um villur. Séu upplýsingar á vefnum rangar eða teljast á einhvern hátt óbirtingarhæfar þarf að hafa samband við þann söluaðila sem skráningin er merkt.
Upplýsingar á vefnum eru ekki ábyrgðarskyldar og eru settar fram af bestu vitund, en eru ekki settar fram sem áskyldir kostir viðkomandi ökutækja eða vinnuvéla og upphefja því ekki rannsóknar- og skoðunarskyldu væntanlegra kaupenda og réttmæti þeirra. Söluaðilar eru á engan hátt ábyrgir gagnvart skaða sem hljótast kann af völdum skorts á upplýsingum eða rangra upplýsinga á vefnum. Rögg ehf. ábyrgist ekki að upplýsingar á vefnum séu ætíð aðgengilegar og uppfærðar, og er á engan hátt ábyrgt gagnvart skaða sem hljótast kann af völdum notkunar á vefnum, skorts á upplýsingum eða rangra upplýsinga á vefnum.
Við notkun á vefnum er hugsanlega spurt um persónulegar upplýsingar, t.d. við innskráningu eða sendingu tilboða eða fyrirspurna. Þessar upplýsingar eru geymdar til að koma þeim áleiðis til viðtakanda og mögulega á meðan á úrvinnslu viðtakanda stendur. Notendur sem vilja ekki að við geymum upplýsingar um þá skulu ekki gefa upp slíkar upplýsingar! Vefurinn notar fótspor (cookies) í margvíslegum tilgangi. Persónulegar upplýsingar eru ekki vistaðar í fótsporum. Nánar er kveðið á um þetta í yfirlýsingu okkar um persónuvernd. Skilmálar þessir geta breyst án fyrirvara en gildandi útgáfa þeirra er ávallt aðgengileg á þessari síðu. Með notkun á vefsíðum bilasolur.is samþykkir notandi þessa notkunarskilmála.

Lagalegir fyrirvarar

Upplýsingar á þessum vef eru samkvæmt okkar bestu vitund á hverjum tíma og er ekki tekin ábyrgð á viðskiptum sem gerð eru á grundvelli þeirra. Þá getum við ekki ábyrgst að upplýsingarnar séu réttar. Upplýsingar og skoðanir sem fram koma á vefnum geta breytast án fyrirvara.
Þær upplýsingar sem eru birtar á heimasíðu okkar fela á engan hátt í sér ráðleggingar til viðskiptavina um kaup eða sölu og bera notendur síðunnar einir ábyrgð á þeim fjárfestingarákvörðunum sem teknar eru á grundvelli upplýsinga sem birtar eru á heimasíðunni.
Við berum ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem kann að hljótast af upplýsingum er birtast á heimasíðu okkar né tjóni sem rekja má beint eða óbeint til notkunar á vef okkar. Þá berum við ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem rekja má til þess að ekki er hægt að nota vefinn um skemmri eða lengri tíma.
Við eigum höfundarrétt á öllum þeim upplýsingum sem fram koma á þessum vef, nema annað sé tekið fram eða leiða megi af eðli máls. Skriflegt samþykki okkar þarf til að safna, vinna með, endurbirta upplýsingar sem hér koma fram, dreifa þeim eða afrita þær. Ekki skiptir máli hvers eðlis upplýsingarnar eru né í hvaða tilgangi ætlunin er að safna, vinna með, endurbirta þær, afrita eða dreifa þeim. Viðskiptavinum okkar er þó heimilt að vista þær til sinna einkanota. Vélræn vinnsla, öflun eða skoðun gagnanna af forritum hvers konar er óheimil.
Lagalegur fyrirvari vegna tölvu­póst­sendinga
Upplýsingar sem kom fram í tölvupósti og eftir atvikum viðhengjum, sendum frá netföngum okkar, gætu innihaldið trúnaðarupplýsingar og/eða einkamál og eru eingöngu ætlaðar þeim sem hann er stílaður á. Efni hans og innihald er á ábyrgð þess starfsmanns sem sendir hann ef það tengist ekki starfsemi okkar. Ef tölvupóstsending hefur ranglega borist einhverjum ber að gæta fyllsta trúnaðar, tilkynna sendanda og eyða mótteknum gögnum eins og kveðið er á um í 47. gr. laga nr. 81/2003 um fjarskipti.

Rekstraraðili

Rögg ehf.
Barðastöðum 1
IS112 Reykjavík
kt. 4806932569
vsknr. 38196
Sími 512 0000
Veffang rogg.is
Netfang info@rogg.is
Félagið er einkahlutafélag sem skráð er í hlutafélagaskrá.