Leiðbeiningar og ábendingar fyrir textaleit

Textaleitarsvæðið efst á síðunni getur þú notað til að slá inn almennan íslenskan texta sem leitarvélin notar til að finna ökutæki til sölu. Þú getur líka slegið inn raðnúmer á ökutæki og þá finnur leitarvélin það fyrir þig.

Þú getur skrifað venjulegt talmál fyrir flest leitarskilyrði sem í boði eru. Þó skaltu ekki fallbeygja eða íslenska heiti framleiðanda eða gerðar ökutækja heldur skrifa þau eins og framleiðandinn skrifar þau.

Til að leita eftir gerð er best að skrifa heiti framleiðandans líka.

Há- og lágstafir skipta ekki máli. Verð þarftu að slá inn í þúsundum króna (100 fyrir 100.000 krónur). Akstur skaltu slá inn í þúsundum kílómetra (50 fyrir 50.000 km). Árgerðir þurfa að vera fullt fjögurra stafa ártal.

Við höfum mikinn áhuga á að bæta textaleitina eins og hægt er og því eru ábendingar frá þér um eitthvað sem má betur fara mjög vel þegnar! Sendið okkur tölvupóstskeyti á netfangið info@bilasolur.is um hvaðeina sem varðar textaleitarvélina.

Dæmi um það sem þú getur skrifað í textaleit: